1. Persónuupplýsingar
Þegar bókað er hjá okkur fáum við nafn,kennitölu,símanúmer og netfang ásamt upplýsingum um bíl og flug. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að þjónusta þig sem viðskiptavin.
Allar upplýsingar sem snúa að greiðslu fara í gegnum Rapyd greiðslugáttina.
2. Ábyrgðamál
Bílar njóta töluverðs örryggis þar sem lágmarks hætta er á tjóni inn á bílaplaninu okkar. Bílaplanið er vaktað allan sólahringinn og er bíllinn þinn í örruggum höndum. Komi til tjóns á bíl þegar hann er í geymslu hjá Park and GO þá tekur fyrirtækið fulla ábyrgð og fer tjónið í gegnum tryggingar fyrirtækisins.
Komi upp bilun í bifreið sem er í umsjá Park and GO, sem er hægt að rekja til eðlilegra kringumstæða, ber Park and GO enga ábyrgð á því tjóni. Dæmi um þetta gæti verið slitin tímareim eða önnur eðlileg slit á bíl. Ef starfsmenn Park and GO verða uppvísir um vítavert gáleysi sem veldur bilun í bíl ber Park and GO ábyrgð á því tjóni.
3. Endurgreiðslur
Endurgreitt er að fullu ef afbókað er 24 klst fyrir brottför. Einnig endurgreiðum við ef um forföll eru að ræða vegna veikinda eða ef flugi er aflýst. Ef það er minna en sólahringur í ferðina þá fæst þjónustan ekki endurgreidd.
4. Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfur á hendur Park and go ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðara hjá íslenskum dómstólum.